Þjónusta

Nýja Sendibílastöðin býður upp á áreiðanlega og faglega flutningaþjónustu um allt Ísland, með öruggum og skilvirkum afhendingum í hvert sinn.

Persónuleg og ábyrg þjónusta

Nýja Sendibílastöðin kappkostar að veita sem allra besta og fjölbreytilegasta þjónustu í öllum flutningum, stórum sem smáum. Viðskiptavinirnir bera fram óskir sínar, bílstjórar Nýju Sendibílastöðvarinnar gera sitt besta til að verða við þessum óskum. Persónuleg og ábyrg þjónusta er markmið Nýju Sendibílastöðvarinnar – þjónusta í þína þágu.

Tilboðagerð, föst vinna – fast verð.

Hægt er að gera fasta samninga um allskonar staðlaða flutningavinnu og þjónustu sendibíla. Öll vörudreifing og heimsendingarþjónusta er þá á föstu verði. Gerð eru tilboð í alla flutninga, stóra og smáa.

Þinn fulltrúi á staðnum.

Bílstjórar Nýju sendibílastöðvarinnar bjóða viðskiptavinum sínum ýmis konar þjónustu í erindarekstri. Bílstjórinn er með öðrum orðum þinn fulltrúi á staðnum. Þetta er sérstaklega hagkvæmt t.d. við ýmiskonar útréttingar varðandi vörukaup, samskipti við tollvörugeymslu og aðra flutningstengda aðila.

Allt sem þarf er eitt símtal.

Starfsfólk Nýju Sendibílastöðvarinnar aðstoðar við mat á umbeðinni þjónustu, t.d. varðandi hentuga stærð á bílum og þess háttar.

Afgreiðslutími stöðvarinnar

Mánudaga – Föstudaga

  • 07:50 – 17:00

Bílstjórar svara síma utan afgreiðslutíma.

Eldsneytissala

Það er tilvalið að koma við hjá Nýju sendibílastöðinni í Knarrarvoginum og kaupa bensín og olíu. Boðið hefur verið upp á þessa þjónustu í yfir 40 ár og er óhætt að segja að viðskiptavinir stöðvarinnar hafa verið ánægðir með það. Allir eru velkomnir að koma við og fylla á tankinn, hvort sem um er að ræða fólksbíla eða atvinnubíla. Einungis er um sjálfsafgreiðslu að ræða.

Þungaflutningar

Boðið er upp á þungaflutninga sem þaulvanir bílstjórar með þar til gerðan búnað sjá um. Þeir sem sjá um þessa flutninga eru ýmsu vanir og er óhætt að segja að þeir geti flutt hvað sem er. Yfirleitt eru 4-6 í hóp sem sjá um þessa flutninga.

Píanóflutningar

Þarftu að láta flytja píanó eða flygil? Nokkrir bílstjórar á vegum Nýju Sendibílastöðvarinnar sinna þessum flutningi og hafa þeir þar til gerðan búnað til verksins. Yfirleitt þarf fjóra menn til flutningsins, fer það þó eftir stærð hljóðfærisins og aðstæðum.

Peningaskápaflutningar

Flytjum allar gerðir peningaskápa, stóra sem smáa.

Búslóðaflutningar

Bílstjórar á vegum Nýju Sendibílastöðvarinnar sjá um búslóðaflutninga, hvort sem verið er að flytja úr einu herbergi, stóru einbýlishúsi eða flytja þarf heillt fyrirtæki.

Flutningur - almennur

Bílstjórar á vegum Nýju Sendibílastöðvarinnar aðstoða við hvers konar flutninga stóra sem smáa, hvort sem um er að ræða búslóðaflutning, píanóflutning, sorpuferð eða ef þig vantar bara burðamenn.