Bílarnir

Hér til vinstri má kynna sér betur bílana sem Nýja Sendibílastöðin hefur uppá að bjóða.

Litlir bílar

Litlir bílar veita sömu þjónustu og greiðabílar en auk þess hafa þeir meiri burðargetu og meira rými fyrir þyngri og rúmfrekari flutninga. Þeir eru liprir og þægilegir fyrir þröngar og erfiðar aðstæður. Þeir eru t.d. notadrjúgir í vörudreifingu, matarsendingar, efnisöflun iðnaðarmanna auk almenns flutnings.

Meðalstórir bílar

Meðalstórir bílar eru ákjósanlegir til vörudreifingar í verslanir og til þjónustuaðila. Þeir henta einnig vel til allra almennra flutninga, svo sem húsgagnaflutninga, flutninga á byggingarefnum, minni búslóðum og fleira.

Meðal kassabílar

Meðalstórir kassabílar eru allir með vörulyftu og henta vel til að flytja brettavöru. Þeir geta tekið mest 6 og upp í 8 bretti, eru allir með handlyftara, einnig er hægt að hlaða og tæma bílinn með lyftara í gegnum hliðardyr. Þessir bílar henta vel til að flytja litlar búslóðir, vörur og fleira. Margir af þessum bílum hafa mikla burðargetu.

Stórir bílar

Stórir bílar sem eru hannaðir til stórræða. Bílstjórarnir eru þaulvanir og kunna skil á hverskonar þungaflutningum. Flutningur á brettavöru verður leikur einn hvort sem bíllinn er hlaðinn með lyftara um stórar hliðardyrnar eða brettin tekin á vörulyftuna með handlyftaranum sem er fastur fylgibúnaður. Mjög hentugir til búslóðaflutninga, vörudreifingar, stærri flutninga á byggingarefnum og annarra stórflutninga. Þessir bílar taka mest 8 og upp í 17 bretti.